ALDA fasteignasala og Páll Konráð kynna í einkasölu: Glæsilegt og vel viðhaldið 316 m2 einbýlishús með bílskúr á frábærum stað í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, en á neðri hæð er 50m2 AUKAÍBÚÐ með sérinngangi og er húsið staðsett við Breiðagerði í Reykjavík.
Húsið er skráð samkvæmt FMR 261,8 fm, þar af er íbúðarhluti 186,8 fm og bílskúr 25 fm, Aukaíbúð 50 fm. Við bætist óskráð rými í kjallara (með gluggum) sem er u.þ.b. 34 fm og á 2 hæð úr stofu er u.þ.b. 20 fm sólskáli/stofa. Heildar nýtanlegir fermetrar eignarinnar eru því um það bil 316 fm.
Húsið er staðsett á 584 m2 lóð á þessum vinsæla stað við Breiðagerði. Húsið telur 5 svefnherbergi, fataherbergi, 2 baðherbergi, gestabaðherbergi og bílskúr, á lóðinni er garðhús sem hægt væri að nýta sem geymslu.Fasteignamat 2024 verður 142.350.000 krNánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali, S:820-9322, [email protected]
Nánari Lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa: Fallegir fataskápar, flísar á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með parketi á gólfi.
Gestabaðherbergi: Er með handlaug og salerni, flísar á gólfi og veggjum, gluggi er í baðherberginu.
Þvottahús: Er rúmgott með fallegri innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, útgengi úr þvottahúsi út í garð.
Hringstigi niður í kjallara: Kjallari er með gluggum og er um það bil 34 fm og er óskráð, geymsla er í kjallara.
Stigi upp á efri hæð: Er nýlega teppalagður með nýlegu stálhandriði frá
Járnsmiðju Óðins.
Efri hæð:
Eldhús: Stórt og gott eldhús með nýlegri innréttingu og góðu skápaplássi, sérsmíðaðri akrýlborðplötu frá
Fanntófell, tvöföldum ísskáp, helluborði og ofn. kork/parket á gólfi.
Borðsofa/stofa: Er í opnu og fallegu rými með glæsilegum arni fyrir miðju, útgengi út á svalir, kork/parket á gólfi.
Sólskáli/stofa: Er um það bil 20 fm og er óskráð, útgengi út á svalir og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með með nýjum sérsmíðuðum fataskápum frá Kvik, parket á gólfi.
Fataherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, kork/parket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með kork/parketi á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með kork/parketi á gólfi.
Baðherbergi: Handlaug með góðu skápaplássi og speglaskáp, baðkar, upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og veggjum ásamt glugga.
AUKAÍBÚÐ: 50 m2 2ja herbergja aukaíbúð er á neðri hæð með sérinngangi og aðkomu að aftan.
Forstofa: Með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Eldhús: Með góðu skápaplássi, eldavél með hellum, ísskápur og uppþvottavél, flísar á gólfi.
Borðstofa/stofa: Er í opnu og fallegu rými, flísar á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, handlaug, sturtu, salerni, þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi ásamt glugga.
Herbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Bílskúr: Er með rafmagni og heitu og köldu vatni.
Húsið hefur hlotið gott viðhald í gegnum tíðina og vel hefur verið um það gengið.Framkvæmdir síðustu ára samkvæmt seljanda:2010 - Útbúið aukaíbúð á fyrstu hæð 50 m2, auðvelt að opna á milli íbúða.
2012 - Skjólgirðingar endurnýjaðar og endurnýjað opnanleg fög í sólstofu.
2015. - Innihurðar sprautulakkaðar, nýtt gólfefni í hjónaherbergi og loft heilsparslað og málað. Nýtt garðhús fyrir garðverkfæri á lóð, trépallur endurnýjaður að hluta.
Epoxy á bílskúrsgólf.
2016 - Settur upp hringstigi í kjallara og opnað inn á gang neðri hæðar. Búin til geymsla í kjallara.
2017 -
Epoxy á tvennar svalir.
2018 - Nýr fataskápur i anddyri
2019 - Lóðin endurnýjuð að hluta, hellur, jarðvegsdúkur og möl. Baðinnrétting og loftaklæðning endurnýjuð ásamt baðlýsingu. Húsið, þakið, þakkantur málað og skipt um þakrennur. Skipt um gler yfir stiga.
2020 - Nýjar innréttingar í þvottahús og málað.
2021 - Alrými endurnýjað, ný eldhúsinnrétting og eldhústæki, ný gólfefni. Akrýlborðplötur frá
Fanntófell. Ný gólfefni á gang og barnaherbergi á efri hæð. Ný lýsing í alrými og aukastofu. Led og ledborðar í alrými og aukastofu.
Philips Hue fjarstýring og appstyring í síma. Nýtt stálhandrið i aðalstiga frá
Járnsmiðju Óðins. Byggt einangrað loftað þak á sólstofu sem er nú heit allt árið og nýtist því sem aukastofa. Nýr skjólveggur við götu, rafmagn yfirfarið og skipt um aðal rafmagnstöflu. Sett upp hleðslustöð.
2023 - Sérsmíðaður fataskápur í hjónaherbergi með rennihurðum frá
Rafha.
Um er að ræða Einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, sími 820-9322, [email protected]
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.