Austurkór 48, 203 Kópavogur
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
10 herb.
386 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2015
Brunabótamat
173.680.000
Fasteignamat
199.400.000

ALDA fasteignasala og Páll Konráð kynna í einkasölu: Nýlegt og glæsilegt 426,1 m2 einbýlishús á einstökum útsýnisstað í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum, en á neðri hæð er 49m2 AUKAÍBÚÐ og er húsið staðsett við Austurkór í Kópavogi á jaðri golfvallar GKG.

Húsið er skráð samkvæmt FMR 386,1 fm, þar af er íbúðarhluti 359,9 fm og bílskúr 26,2 fm. Við bætist óskráð rými á neðri hæð sem er u.þ.b. 40 fm. Heildar nýtanlegir fermetrar eignarinnar eru því um það bil 426,1 fm. 

Húsið er staðsett á 810 m2 endalóð á þessum einstaka útsýnisstað við Austurkór. Húsið telur 8 svefnherbergi, 3 baðherbergi og 26,2 m2 bílskúr, gólfhiti er í öllu húsinu ásamt innfelldri lýsingu.

Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali,  S:820-9322, [email protected]

Nánari Lýsing:
Efri hæð:
Forstofa: 
Stór og góður fataskápur, flísar á gólfi.
Eldhús: Stórt og gott eldhús með góðu skápaplássi og innbbyggðri uppþvottavél, tvöföldum ísskáp, span helluborði og blástursofn. Innréttingar frá HTH, eyja í eldhúsi með granít, harðparket á gólfi. 
Borðstofa/stofa: Útgengt út á tvennar svalir með glæsilegu útsýni, harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt og rúmgott hjónaherbergi með fallegu fataherbergi með góðu skápaplássi, harðparket á gólfi.
Herbergi I: Með fataskáp, ein hurð á milli hjónaherbergis, harðparket á gólfi. 
Herbergi II: Með góðum fataskáp og harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Handlaug með góðu skápaplássi og speglaskáp með lýsingu, baðkar, handklæðaofn, upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og veggjum ásamt glugga.
Bílskúr: 26,2 m2 bílskúr með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. 
Stigi á milli hæða: 
Er teppalagður með innfelldri lýsingu á vegg.

Neðri hæð:
Herbergi I: 
Með góðum fataskáp og harðparketi á gólfi. 
Herbergi II: Með góðum fataskápum og harðparketi á gólfi. 
Herbergi III: Með góðum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Handlaug með góðu skápaplássi og speglaskápi, handklæðaofn, upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og veggjum ásamt glugga. 
Þvottahús: Útgengt úr þvottahúsi út á lóð, flísar á gólfi. 
Geymsla: 6,2 m2 geymsla með glugga. 
Aukarými: Er um það bil 40 m2 og er óskráð, en það er nýtt sem tónlistarrými/geymsla í dag.

Aukaíbúð: Ein hurð á milli aukaíbúðar og neðri hæðar. Aukaíbúðin er 49 m2 og er með sérinngang.
Eldhús/Borðstofa: Gott skápapláss ásamt helluborði og ísskáp, harðparketi á gólfi. 
Herbergi I: Með góðum fataskápum og harðparketi á gólfi. 
Herbergi II: Útgengt úr herbergi út á lóð, harðparket á gólfi.

Um er að ræða vandað Einbýlishús á þessum einstaka og eftirsótta stað í Kópavogi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, sími 820-9322, [email protected]

Kostnaður kaupanda vegna kaupa: 
Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.